Skólinn byrjaður...lególand í gær...og fleira

Jæja gott fólk það kom að því. Skólinn er byrjaður.
Ég byrjaði þessa önn klukkan 9:30 í morgun. Þessi vika fer í aðferðafræði innan félagsvísinda. Hljómar nokkuð þurrt, en kennarinn er bara ansi skemmtilegur og tekst að blása lífi í þetta. Við munum skoða hinar ýmsu aðferðir við að afla upplýsinga með skoðanakönnunum, viðtölum og fleira. Hvernig maður á að túlka gögn og hvað spilar inn í. Bara gaman só far.

Í gær fórum við Sólrún á nýja bílnum hennar Sólrúnar í Lególand með börnin. Þetta var virkilega gaman, en kannski ekki fyrir 2ja ára gutta sem vill ekki vera kyrr. Matthías greyjið þurfti að vera ansi mikið í kerrunni og hann var nú ekki alltaf kátur með það. Hann fékk nú fararleyfi af og til. Hann var svo orðinn ansi þreyttur í lok dags.
Alexander og Dísa skemmtu sér konunglega og ég fór með þeim í nokkur tæki. Sum voru ansi hraustleg og mér var nú ekki sama stundum. Alexander fannst æði og sagði á eftir að hann hefði verið pínu hræddur en "beit í axlirnar" og þá var allt í fína.
Við fengum okkur svo að borða í countryLególandi. Það var nú bara ágætt. Krakkarnir fengu legófranskar, sem voru í raun kartöflumús bökuð í laginu eins og kubbar. Skemmtilegt.

Á laugardaginn grilluðum við heima hjá Sólrúnu og buðum Dorte nágranna í mat. Það var virkilega gaman og mikið hlegið. Dorte er virkilega fínn vinur okkar.

Ég sit núna út á svölum með fartölvuna mína og kaffibolla og nýt veðurblíðunnar. Fer svo að koma mér inn til að læra smá. Stefni á ræktina snemma í fyrramálið áður en ég fer í skólann klukkan 9. Svo er fyrirlestur til fjögur. Á miðvikudag er okkur í náminu boðið út að borða um kvölidð. Ég býst við að það verði gaman.

Já, meira hef ég ekki að segja í bili. Bið að heilsa.

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur